25. ágúst 2014

Landgræðsluverðlaun

Stóru-Vogaskóli hlaut landgræðsluverðlaun þann 23. ágúst síðastliðinn.

Umhverfisráðherra- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti landgræðsluverðlaunin 2014 við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Aratungu í Biskpustungum í dag. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum.

Með þessari viðurkenningu vill Landgræðslan vekja athygli þjóðarinnar á fórnfúsu starfi fjölda þjóðfélagsþegna að landgræðslumálum og jafnframt hvetja aðra til dáða. Þetta var í 23. skipti sem Landgræðslan veitir landgræðsluverðlaun. Alls hafa 85 aðilar hlotið þessa viðurkenningu síðan árið 1992. Þess má geta að Landgræðslufélag Biskupstungna fagnar 20 ára starfsafmæli á þessu ári.

Eftirtaldir hlutu landgræðsluverðlaunin að þessu sinni: Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti, Þorfinnur Þórarinsson, Spóastöðum og Stóru-Vogaskóli í Vogum. Verðlaunagripirnir, Fjöregg Landgræðslunnar, eru unnir af Eik-listiðju, Miðhúsum á Fljótsdalshéraði.

Hér er hægt að lesa fréttina sem birtist inni á vef Landgræðslu ríkisins

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School