Lausar kennarastöður í Stóru-Vogaskóla
Lausar stöður grunnskólakennara í Stóru-Vogaskóla skólaárið 2019/20
Stóru-Vogaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara í eftirfarandi stöður:
· Umsjónarkennslu yngsta eða miðstigi.
· Textíl
Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli þar sem skólastarf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi í skólanum. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki.
Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfánaskóli.
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Leyfisbréf sem grunnskólakennari
· Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
· Færni í samvinnu og teymisvinnu
· Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
· Ábyrgð og stundvísi
· Áhugi á að starfa með börnum
Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á póstfangið skoli@vogar.is fyrir föstudaginn 17. maí. 2019.
Nánari upplýsingar veita Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri og Hilmar Egill Sveinbjörnsson aðstoðarskólastjóri í síma 440-6250.