21. janúar 2013

LEGO - Keppnin

Laugardaginn 19 jan. tók 6.b. í Stóru-Vogaskóla þátt í legókeppni í Háskólabíói. Legókeppnin sem gengur undir nafninu FLL-First Lego League er tækni- og hönnunarkeppni ætluð grunnskólabörnum. Um 200 þús. nemendur tóku þátt í þessari keppni í ár í 44 lödnum.
 
Keppninni er skipt niður í fimm hluta. Í fyrsta lagi smíða keppendur vélmenni úr tölvustýrðu LEGO-i sem er forritað til að leysa tiltekna þraut. Að þessu sinni snýst þrautin um ýmis verkefni sem eldri borgarar þurfa að leysa í lífinu. Þetta eru fyrir fram ákveðin verkefni og þarf að forrita vélmenni til þess að leysa þau. Í öðru lagi eiga keppendur að gera vísindalega rannsókn á ákveðnu efni sem tengt er þema keppninnar. Í þriðja lagi halda keppendur ítarlega dagbók um undirbúninginn og í fjórða lagi eiga þeir að flytja frumsamið skemmtiatriði. Í fimmta og síðasta lagi þurfa liðin að gera grein fyrir því hvernig þau forrituðu vélmennið sitt en þar reynir á þekkingu þátttakenda á eigin búnaði.
 
Stóru-Vogaskóli stóð sig með prýði í þessari fyrstu keppni sinni og var m.a. valið með besta skemmtiatriðið. Svo er bara að sjá til að ári því nú hafa þau reynslu af keppni sem þessari og geta gengið beint til verks. Sigurlið keppninnar í ár á kost á að keppa á Evrópumóti First Lego League í Þýskalandi í vor.
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School