LEGO-keppnin
Sælir foreldrar og forráðamenn nemenda í 6. bekk
Þá er komið að LEGO-keppninni alræmdu. Í viðhengi sjáið þið dagskrá keppninnar.
Við erum lið nr. 1 þannig að tímasetningar hjá okkur eru eftirfarandi:
a) 9:30-9:35 Vélmennakappleikur á sviðinu (1. Umferð) keppt við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
b) 9:50-10:00 Kynning á rannsóknarverkefni
c) 10:20-10:30 Kynning á forritun róbóts (lokuð kynning)
d) 10:45-10:50 Vélmennakappleikur á sviðinu (2. Umferð) keppt við eitt af fjórum liðum Grunnskóla Hornafjarðar
e) 11:00-11:10 Kynning á dagbók og liðsheild
f) 11:30-11:35 Vélmennakappleikur á sviðinu (3. Umferð) keppt við annað af fjórum liðum Grunnskóla Hornafjarðar
g) 12:30-13:10 Skemmtiatriði frá liðum 1-5 (þar sem við erum lið nr. 1 erum við líklega fyrst – athugið það fótboltastrákar)
h) 13:10-13:15 Úrslit (af 10 liðum fara 8 í úrslit) Svo dagskrá eftir það er undir okkar frammistöðu komið.
i) 15:00-15:20 Verðlaunaafhending og mótsslit
j) 16:00 Áætluð heimkoma
Hér fyrir neðan eru mikilvæg atriði er snúa að krökkunum:
· Fara snemma að sofa kvöldinu áður, framundan er langur, strangur og SKEMMTILEGUR dagur.
· Mæta í Stóru-Vogaskóla kl. 7:30 (þetta er svolítið snemmt en við eigum að vera mætt í Háskólabíó ekki seinna en 8:30).
o Deginum áður verðum við búin að taka allt til sem við þurfum fyrir daginn.
· Farið á skólabíl frá Stóru-Vogaskóla kl. 7:35.
· Nesti; krakkarnir þurfa að koma með nesti að heiman fyrir allan daginn. Ég verð með viðbót ef á þarf að halda.