2. maí 2011

Leifur heppni - leiksýning í boði Foreldrafélags

Foreldrafélag Stóru-Vogaskóla bauð nemendum á sýninguna Leifur heppni sem leikhópurinn Tíu fingur setti upp.
Nemendum var skipt á tvær sýningar, á fyrri sýningu sátu 1.-5. bekkur og á þeirri seinni 6.-10.bekkur.  Svava Bogadóttir skólastjóri hafði þetta að segja eftir sýningun:
,,Skemmst er frá því að segja að Helga Arnalds kom, sá og sigraði. Hún notar á sérlega skemmtilegan hátt eldgamla þjóðsögu sem hún tengir Leifi heppna. Frásögnin er létt og uppsetning einföld en hún hélt bæði nemendum og starfsmönnum vel við efnið.
Leifur heppni er gamanleikrit sem á skemmtilegan hátt vekur börn og fullorðna til umhugsunar um hvernig ferðum Leifs Eiríkssonar var háttað í raun og veru og hvað rak hann af stað út í óvissuna. Það er Ísafold hjá þvottaþjónustunni sem gefur okkur sína eigin útgáfu af ferðum Leifs á meðan hún hengir upp þvottinn og hlustar um leið á eftirlætis útvarpsþáttinn sinn þar sem lesið er uppúr Íslendingasögunum. Leikhúsið 10 fingur hefur ferðast víða með sýninguna m.a. um Bandaríkin, Kanada, Evrópu og Ástralíu 
 
Hún sagði sjálf eftir sýningu að greinilegt væri að nemendur hefðu fengið góða þjálfun í hlustun í áhorfi. Þau voru sjálfum sér til sóma.
Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir frábæra og fræðandi skemmtun."

Myndir frá sýningunni eru á myndavef skólans.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School