Leikfélag Keflavíkur sýndi í Tjarnarsal
Í dag flutti Leikfélag Keflavíkur leikrit í Tjarnarsal fyrir yngstu nemendur bæjarins. Leikskólinn var mættur sem og nemendur 1. - 4. bekkjar skólans. Leikritið hét Mér er sama hvað öðrum finnst um mig og fjallaði það um að ekki væru allir steyptir í sama mótið og því væri alls engin ástæða til að stríða einhverjum útlitsins vegna. Boðskapurinn virtist fjalla í góðan jarðveg því þetta er málefni sem krakkarnir þekkja vel. Leikurunum var vel tekið og spjölluðu þeir síðan við áhorfendur í lok sýningar.