Leikir nemenda og kennara
10. bekkur skoraði á kennara í körfubolta- og fótboltaleiki. Leikirnir voru æsispennandi. Í körfuboltanum áttu kennarar þó undirtökin allan leikinn gegn strákunum í 10. bekk. Spilaði sterkur varnarleikur kennara þar stórt hlutverk ásamt ótrúlegri hittni Ingibjargar kennara. Nemendur áttu samt fína spretti en það dugði ekki til að sigra einbeitta kennara. Stelpurnar í 10. bekk áttu svo leik við kennarana og voru yfir 3-1 í hálfleik. En í seinni hálfleik mættu kennara fílefldir til leiks og átti Valgerður myndmenntakennari 2 glæsileg mörk sem jöfnuðu leikinn. Bæði lið bættu svo við einu marki og endaði leikurinn 4-4. Stelpurnar í 10. bekk voru ekki sáttar við að leikurinn endaði í jafntefli og knúðu fram vítaspyrnukeppni sem fór kennurum í hag. Hér má sjá fleiri myndir.
Liðin ráða ráðum sínum í leikhléi.