1. apríl 2022

Leikskólinn í heimsókn

Leikskólinn í heimsókn

Í vikunni kom skólahópur leikskólans í heimsókn og var það heldur  betur skemmtileg tilbreyting en lítil hefur verið um heimsóknir í vetur vegna aðstæðna. Sumir lærðu myndmennt, aðrir fóru í dótaval og svo fóru allir saman í hádegismat og frímínútur. Það verður gaman að fá þennan flotta hóp í skólann okkar í haust.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School