22. febrúar 2011

Lesskilningsnámskeið í Stóru-Vogaskóla

Í dag var haldið námskeið fyrir kennara Stóru-Vogaskóla og var þar fjallað um lesskilning og kenndar nýjar kennsluaðferðir.  Á undanförnum árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á þennan þátt lestrarkennslunnar og hafa m.a. kennsluráðgjafar á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar lagt að baki töluverða vinnu hvað þetta snertir. Það voru Dröfn Rafnsdóttir kennsluráðgjafi, Gyða Margrét Arnmundsdóttir  sérkennslufulltrúi, og Hafdís Garðarsdóttir kennslufulltrúi sem leiðbeindu kennurum skólans á námskeiðinu. Áætlað er að þær komi síðan aftur í skólann eftir uþ.b. sex vikur til að fylgjast með hvernig til tekst að beita hinum nýju kennsluaðferðum.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School