Leynist tónlistarsnillingur á þínu heimili ?
Tónlistarskóli Sveitarfélagsins Voga mun bjóða upp á rytmískt tónlistarnám á gítar, bassa, trommur og hljómborð. Rytmísk tónlist er samheiti yfir djass, rokk og aðrar stíltegundir af afrísk-amerískum uppruna. Nám í rytmískri tónlist hefur nokkra sérstöðu innan tónlistarskóla, einkum vegna þess að um sérhæft nám er að ræða í hljóðfæraleik, tónfræðigreinum og samleik. Uppbygging námsins er þó svipuð öðru hljóðfæranámi og námskröfur sambærilegar en viðfangsefni eru að verulegu leyti frábrugðin þeim sem fengist er við í hefðbundnu klassísku tónlistarnámi. Kennt er á og eftir skólatíma á þriðjudögum og miðvikudögum. 10 pláss eru í boði, umsóknir umfram það fara á biðlista.
Námið fer fram í einkatímum og samspilstímum. Kennt verður í Stóru-Vogaskóla og hefst kennsla í byrjun janúar 2022. Umsóknir berist á skoli@vogar.is fyrir 17. desember 2021.