4. júní 2009

Listaverk þemahóps afhjúpað

1. og 2. bekkur hefur í vetur verið í skipulögðu þemanámi þar sem mikil samþætting námsgreina ríkir því margir kennarar koma að hinum mismunandi þemaefnum. Í þemanu Land og þjóð var m.a. fjallað ítarlega um skjaldarmerkið og í því sambandi unnu nemendurnir sameiginlegt listaverk undir leiðsögn Diljár textilkennara. Listaverkið var afhjúpað við stutta athöfn í dag áður en nemendurnir fóru út í góða veðrið í tengslum við vordaga skólans. Hangir verkið uppi í þeirri álmu skólans þar sem yngstu bekkirnir hafa aðsetur. Er tilvalið fyrir foreldra nemendanna að skoða listaverkið við komandi skólaslitaathöfn þann 9. júní n.k.

Meðfylgjandi mynd sýnir verkþátt eins nemanda.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School