Litlu jólin í Stóru-Vogaskóla
Litlu jólin fóru fram í skólanum í morgun og tókust þau í alla staði vel. Þegar nemendur höfðu átt hátíðlega stund í stofum sínum með umsjónarkennurum þá söfnuðust allir saman í Tjarnarsal þar sem gengið var kringum jólatréð og jólalög sungin við kröftugt undirspil Þorvaldar Arnar. Þar var það sérstaklega tvennt sem gladdi starfsfólk skólans. Í fyrsta lagi var söngurinn bæði góður og kraftmikill og þar sáu menn árangur úr jólaþemanu og í öðru lagi var þátttaka eldri nemenda mjög mikil og eiga allir nemendur skólans hrós skilið fyrir þessa ánægjulegu samveru.
Við í Stóru-Vogaskóla óskum nemendum og bæjarbúum öllum gleðilegrar hátíðar.