22. mars 2014

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grindavík í gær. Nemendur 7.bekkjar hafa æft upplestur í vetur og hófst undirbúningur keppninnar á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember síðastliðin. Lokahátíðin er uppskeruhátíð keppninnar en þar komu fram nemendur frá Grunnskólanum í Grindavík, Gerðaskóla í Garði og Stóru-Vogaskóla í Vogum. Fjórir nemendur frá hverjum skóla lásu upp fyrir gesti af mikilli snilld. Fulltrúar Stóru-Vogaskóla voru Daníel Örn Sveinsson, Kristófer Hörður Hauksson, Sigurdís Unnur Ingudóttir og Sóley Perla Þórisdóttir. Þau eiga heiður skilið fyrir góða frammistöðu og frábæran upplestur. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin og hlaut Sigurdís Unnur önnur verðlaun. Verðlaun fyrir fyrsta og þriðja sætið hlutu nemendur í Gerðaskóla. 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School