Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin hátíðleg í Tjarnarsal í Vogum. Þar komu fram tólf nemendur frá Gerðaskóla í Garði, Grunnskóla Grindavíkur og Stóru-Vogaskóla. Á hátíðinni voru lesin upp brot úr sögunni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgasóttur, ljóð eftir Anton Helga Jónsson og ljóð sem nemendur völdu sjálfir. Upplesturinn var einstaklega fallegur hjá öllum þátttakendum. Á hátíðinni fengu allir upplesarar bókargjöf sem viðurkenningu fyrir þátttökuna. Einnig voru veitt verðlaun fyrir þrjú stigahæstu sætin. Á hátíðinni var tónlist flutt af nemendum skólanna þriggja.
Verðlaunahafar Lokahátíðarinnar að þessu sinni voru frá skólunum þremur. Fyrsta sætið hlaut Emilía Ýr Bryngeirsdóttir frá Gerðaskóla, í öðru sæti var Ólafía Hrönn Egilsdóttir frá Grunnskóla Grindavíkur og í þriðja sæti var Rut Sigurðardóttir frá Stóru-Vogaskóla.