Lokun skóla
Kæru foreldrar/forráðamenn
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verður skólum lokað frá og með miðnætti 24. mars. Samkvæmt skóladagatali á skólahald að hefjast að nýju eftir páska þann 6. apríl. Nánari upplýsingar með framhaldið koma síðar. Því miður þurfum við að fresta árshátíðarballi skólans sem vera átti á morgun hjá 7.-10. bekk. Á heimasíðu Stóru-Vogaskóla verða fréttir uppfærðar sem og í tölvupósti. Stjórnendur verða í skólanum á morgun ef nemendur/forráðamenn þurfa að sækja eitthvað. Vinsamlegast gangið inn um skrifstofu skólans.
Kær páskakveðja, stjórnendur Stóru-Vogaskóla