Merki skólans á skrifstofunni
Merki skólans hefur verið sett upp á vegg á skrifstofu skólans. Merkið hannaði Valgerður Guðlaugsdóttir sem starfaði sem myndmenntakennari við skólann um árabil. Valgerður lést í lok apríl 2021, langt fyrir aldur fram. Eiginmaður hennar, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, sem nú kennir myndmennt smíðaði verkið og er það nú komið upp á vegg.