Merki skólans-hugmyndasamkeppni
Ákveðið hefur verið að efna til hugmyndasamkeppni um merki skólans.
Merkið skal á einhvern hátt vísa til nemenda og/eða skólans/sveitarfélagsins.
Allir geta tekið þátt og geta skilað eins mörgum hugmyndum og þeir vilja.
Sérstök dómnefnd velur síðan úr innsendum hugmyndum, útfærir og kynnir merki skólans á afmælishátíðinni sem haldin verður 18.október 2012, á 140 ára afmæli skólans.
Stóru-Vogaskóli áskilur sér rétt til notkunar á vinningstillögunni án sérstakrar greiðslu vegna höfundarréttar.
Tillögum merktu nafni og bekk eða heimilisfangi, skal skila í kassa sem staðsettur er hjá Dísu ritara í skólanum,
eða sendist í tölvupósti á skoli@vogar.is
Skólastjórnendur