21. febrúar 2013

Morgunverðarfundur

Hvernig eflum við

innra varnarkerfi

barna  gegn

kynferðisofbeldi?
                                                                                                                                                                      
Morgunverðarfundur þriðjudaginn 26. febrúar kl. 8:15 til 9:00 í Tjarnarsal
Stóru-Vogaskóli og foreldrafélag skólans efna til örfundar með Kolbrúnu Baldursdóttur skólasálfræðingi.
Efni fundarins :
      
        ·Skilgreiningar og birtingarmyndir
·Hverjir eru í áhættuhópi ?
·Hvar á misnotkun sér helst stað ?
·Þegar gerandi er nákominn

·Forvarnir, fræðsla: fyrirbyggjandi aðgerðir

·Samvinna skóla/grasrótasamtaka og heimila
·Viðbrögð fullorðinna þegar barn segir frá.
 
Í SAMFÉLAGINU leynast víða hættur, sumar hverjar fyrirsjáanlegar sem auðvelt er að fræða börnin um hvernig beri að varast en aðrar leyndari og þar af leiðandi hættulegri. Einstaklingar sem glíma við barnagirnd fyrirfinnast í okkar samfélagi sem öðrum en hversu margir glíma við þann sjúkleika er ekki vitað. Fræðsla sem þessi er þó vandmeðfarin ef hún á ekki að vekja óþarfa áhyggjur hjá barninu. Finnum bestu leiðirnar til að vernda börnin gagnvart þessari vá sem annarri.
Nýtum þetta einstaka tækifæri í heimabyggð og fræðumst um hvernig við getum verndað börnin okkar fyrir kynferðisofbeldi
Fundargestum verður boðið upp á léttan morgunverð á meðan á fundi stendur.
                                                                                                 
Stóru-Vogaskóli og Foreldrafélag Stóru-Vogaskóla
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School