Náttúrufræðiviðfangsefni 10. bekkjar
Náttúrufræðiviðfangsefni 10. bekkjar í haust hefur verið vistfræði, orka og umhverfisfræði.
Lokaverkefnið var svohljóðandi:
Umhverfisráðgjöf 10. bekkjar
• Gefin góð, raunhæf og rökstudd ráð fyrir:
– skólann, sem er að setja sér umhverfisstefnu
– sveitarfélagið – sem vill vera umhverfisvænt
– Ísland – sem vill vera til fyrirmyndar
– Heiminn allan og kynslóðir framtíðarinnar um alla jörð.
• Unnið í 2 – 3 manna hópum
• Skilað munnlega og skriflega
Niðurstöður liggja fyrir á veggspjöldum sem verða til sýnis á skólaganginum niðri næstu vikur.
Það er alveg þess virði að kíkja.
Þorvaldur Örn