Nemendur skólans ganga á Kistufell
Í blíðu veðri, þó örlítið hvössu gekk vaskur hópur 10. bekkinga úr Stóru-Vogaskóla á Kistufell í Esju (841m). Ferðin sem tók rúma 6 tíma gekk vel. Gengið var upp í Gunnlaugsskarð og þar farið upp á Kistufell. Síðan var gengið út á brún Kistufells og útsýnið dámsamað eins og sést á meðfylgjandi myndum. Gangan einkenndist af bröttum skriðum, snjósköflum, hamrabelti og þægilegum móa. Sjá myndir.