15. nóvember 2010

Nemendur stóðu sig vel í First Legó Leque-keppninni

Laugardaginn 13. nóv. fór hluti 7. bekkinga (LEGÓNAGLARNIR) í Stóru-Vogaskóla á Íslandsmót í FLL (First Lego League) sem haldið var á Ásbrú.
Mótið gekk út á að leysa ýmsar þrautir með legó-róbót sem krakkarnir voru búnir að eyða miklum tíma í að forrita. Hópurinn þurfti einnig að skila og segja frá rannsóknarverkefni sínu "Hvernig auðveldum við gigtveikum garðyrkju", skila dagbók sem haldin var allan undirbúningstímann og vera með skemmtiatriði. Þema keppninnar var "Helbrigðisvísindi". Hópnum gekk vel og öðlaðist mikla reynslu með þátttökunni sem mun nýtast vel fyrir undirbúning keppninnar að ári.
 
Myndir frá keppninni má sjá hér. 
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School