Nemendur Stóru-Vogaskóla taka þátt í Legókeppni 2010
Laugardaginn 13. nóv. tekur hluti af 7.b., Legónaglarnir, þátt í Íslandsmóti FIRST LEGO League 2010 að Ásbrú (íþróttahúsið, Flugvallarbraut 701) á svæði Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Keppnin felst í að leysa ýmsar þrautir með legóróbót, kynna rannsóknarverkefni, vera með skemmtiatriði og skila inn dagbók vegna alls undirbúnings. Þema keppninnar í ár eru heilsuvísindi. Kynnar eru Björgvin Franz og Jóhann G. Jóhannsson. Áhorfendur eru velkomnir.