12. apríl 2011

Nemendur úr unglingadeild í sjóferð

Nemendur úr 9. og 10. bekk fóru mánud. 11. apríl í stutta veiðiferð með skóla- og rannsóknarskipinu Dröfn. Skipið tekur aðeins 15 nemendur og komust færri með en vildu. Um borð fengu nemendur fræðslu um skipið sjálft, veiðafærin og um lífríki hafsins. Trollið var sett í sjóinn út af Hólmsbergi við Keflavík og fékkst dálítið af skemmtilegum lífverum eins og steinbít, nokkar kolategundir, sæbjúgu, tindaskata, krossfiskur o.fl. Það vakti athygli hvað steinbíturinn beit fast og hvað hann var lífseigur því hausinn af honum gat enn bitið eftir að búið var að skera  hann af bolnum. Nemendum var kennt að gera að fiskinum. Þau voru hvergi bangin við það og stóðu sig á allan hátt vel. Myndir úr sjóferðinni má sjá hér.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School