Nýir verðir á skólalóð
Nýir verðir á skólalóð
Hópi starfsfólks á útivakt á skólalóð hefur borist liðsauki. Það eru nemendur 10. bekkjar sem ætla að sinna frímínútnagæslu bæði í setustofu og úti og fá fyrir það greiðslu sem rennur í ferðasjóð þeirra. Skólinn keypti handa þeim tvær úlpur og kuldabuxur sem þeir sem eru á útivakt nota. Nemendur í 10. bekk eiga frumkvæðið að gæslunni og ræddu það sérstaklega við mig að þau vilji leggja sitt að mörkum til að stríðni og hugsanlegt einelti eigi sér ekki stað. Frábær hópur sem á hrós skilið fyrir það.
Skólastjóri