Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Gaman er að segja frá því að nýlega tóku nemendur í 5., 6. og 7.bekk þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og voru 27 hugmyndir valdar úr hópi 1.750 umsókna til að taka þátt í úrslitakeppni NKG.
Björn Þór Hrafnkelsson nemandi í 5.bekk í Stóru-Vogaskóla átti eina hugmyndina í hópi þessara 27 hugmynda sem komust áfram og mun hann mæta í vinnusmiðju og vinna að því að framkvæma sína hugmynd.
Hugmyndasmiðir fá viðurkenningu fyrir þátttöku sína en mikill heiður fylgir því að komast í vinnustofu NKG. Veitt verða verðlaun fyrir 1.,2. og 3. sæti í hverjum aldurshópi fyrir sig.
En markmið vinnusmiðjunnar eru að hver og einn fái tækifæri til að útfæra sína hugmynd nánar með aðstoð leiðbeinanda og öðlist þekkingu á ferlinu hugmynd-vara-verðmæti.
Gaman verður að fá að fylgjast með Birni Þór .