21. nóvember 2009

Nýtt Comeniusarverkefni hafið í Stóru-Vogaskóla

Undanfarna daga hafa nokkrir kennarar ásamt Svövu Bogadóttur skólastjóra tekið þátt í fyrsta skipulags- og samskiptafundinum í nýju Comeniusverkefni. Samstarfsskólar eru frá Martina Franca á Ítalíu og Konya í Tyrklandi og. Þeir kennarar sem fóru til fundarins voru Marc Portal enskukennari sem er forsvarsmaður fyrir erlendu samstarfi í skólanum, Íris Andrésdóttir umsjónarkennari 2. bekkjar og einn af umsjónarmönnum þessa verkefnis og einnig Helgi Hólm tölvukennari sem mun hafa umsjón með tölvuvinnslu og tölvusamskiptum í verkefninu. Fundurinn gekk vel og ásamt því að unnið var að skipulagi verkefnisins þá gafst tími til að kynnast Martina Franca og næsta nágrenni. Er óhætt að segja að margt óvænt bar fyrir augu og má sjá sumt af því á myndasíðu skólans. Síðast en ekki síst gafst góður tíma til að kynnast því fólki sem vinna mun með okkur næstu tvð árin. Þema verkefnisins fjallar um mismunandi táknmyndir þjóðsagna og hvernig megi viðhalda fjölbreytileika þeirra í samskiptum milli þjóða.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá ferðinni.

Svava afhendir borgarstjóra Martina Franca gjöf og fána Voga.

Í ítalska skólanum eru um 1300 nemendur og má hér sjá tvo þeirra.

Fyrsti fundurinn. Íris ritar fundargerð.


  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School