20. desember 2013

Opnun á sýningu

Opnun á sýningu

 

Sýningin Hafið bláa hafið var opnuð föstudaginn 13. desember.  Þar komu saman 1. bekkur úr Stóru-Vogaskóla og elstu krakkarnir úr leikskólanum Suðurvöllum ásamt foreldrum, kennurum og fleirum.  Bátarnir sem börnin höfðu skapað svifu saman um salinn og gaman var fyrir nemendurna að virða þá fyrir sér.  Þau fundu sinn bát í flotanum, sýndu öðrum og drukku kakó saman.

Á opnuninni sungu allir saman nokkur lög og leiddi Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir af Suðurvöllum sönginn.  Sungin voru lög tengd sjónum og einnig jólalög þar sem svo stutt er til jóla.  Allir skemmtu sér vel og fóru heim með ljúfar minningar.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School