Örnámskeið fyrir foreldra
Í átt að aukinni hollustu – börnunum komið á bragðið
Örnámskeið fyrir foreldra
Miðvikudaginn 21. september kl. 20-22
í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð stofu H-207 (Gengið inn Háteigsvegsmegin)
í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð stofu H-207 (Gengið inn Háteigsvegsmegin)
Á námskeiðinu fjallar Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent í næringarfræði við Menntavísindasvið, um matarvenjur, matvendni og næringarþörf barna. Hún ráðleggur um heilsusamlegt fæðuval fyrir fjölskyldur og spannar allan aldur barna, þ.e. með áherslu á þroskaferlið og matarsmekkinn á mismunandi aldursskeiðum og hvernig má reyna að uppfylla þarfir og væntingar allra fjölskyldumeðlima á skemmtilegan hátt.
Námskeiðið er það þriðja af fjórum örnámskeiðum sem Menntavísindasvið býður upp á á miðvikudagskvöldum í september, en sviðið fagnar aldarafmæli Háskóla Íslands með veglegri dagskrá og viðburðum í mánuðinum.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.