28. nóvember 2014

Öryggið í brennidepli í 3.bekk

Öryggið í brennidepli í 3. bekk

 

Í vikunni fengum við gesti frá Brunavörnum Suðurnesja. Þeir fræddu okkur um eldvarnir á heimilum og ýmsar hættur sem geta stafað af óvarlegri meðferð elds. Nú þegar líður að aðventu stendur yfir landsátak hjá öllum nemendum í 3. bekk.

Slökkviliðsmennirnir komu færandi hendi, meðal þess sem þeir færðu okkur var bók um slökkviálfana Loga og Glóð. Þau eru aðstoðarmenn í slökkviliðinu og ætla að hjálpa til við að fræða krakka og fullorðna um eldvarnir.

Við fengum að sprauta úr brunaslöngu frá slökkvibílnum, það var dálítið erfitt að halda slöngunni því krafturinn var svo mikill, en þetta hafðist með góðri aðstoð slökkviliðsmannanna. 

 
 

Nýlega vorum við svo heppin að fá endurskinsmerki, sem við settum á skólatöskurnar okkar. Við slökktum ljósin í stofunni og lýstum með vasaljósi hvert á annað til að kanna hvort endurskinið væri í lagi. Það kom í ljós að sumar úlpur þurfa að vera með betra endurskin.   

Særún Jónsdóttir, umsjónarkennari 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School