17. október 2008

Primalingua

Stóru-Vogaskóli er nú að gerast þátttakandi í svonefndu primalingua Evrópuverkefni en markmið þess er m.a. að börn á aldrinum 8 – 12 ára kynnist erlendum tungumálum og verði sér meðvituð um mikilvægi þeirra. Markmiðið er einnig að grunnskólar í Evrópu vinni saman að þessu verkefni. Á næstunni mun Stóru-Vogaskóli setja sig í samband við nokkra aðra skóla í Evrópu til að vinna sameiginlega að verkefninu. Almennt verður unnið  með þrjú tungumál , ensku, frönsku og þýsku en í Stóru-Vogaskóla verður í fyrstu lögð áhersla á ensku. Umsjónarmaður verkefnisins er Marc Portal enskukennari skólans.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School