18. janúar 2011

Sameiginleg ábyrgð skóla og heimilis - niðurstöður könnunar

Foreldrar og skóli bera sameiginlega ábyrgð á að nemendur fái eins góða skólagöngu og mögulegt er. Ef samstarf á milli skóla og heimilis er ekki vel virkt, er ekki mögulegt að skapa nauðsynlegar forsendur fyrir að einstakir nemendur geti þróað sína hæfileika til fullnustu. Samt er það þannig að skóli og heimili bera ekki sömu ábyrgð á öllum atriðum skólastarfsins. Það eru ákveðin atriði sem foreldrar bera höfuðábyrgð á og önnur atriði sem skólinn ber höfuðábyrgð á.
 
Á haustdögum sendum við póst til  foreldra og starfsmanna skólans. Þar var spurt annars vegar um ábyrgð foreldra og hins vegar um ábyrgð skólans á að nemendur fái eins góða skólagöngu og mögulegt er.
Foreldrar og starfsmenn komu síðan með svör sín á foreldradegi og settu í þar tilgerðan kassa. Svör sem komu voru mjög góð en svarhlutfall hefði mátt vera meira. Hafa  svörin nú verið tekin saman og birtast í viðhengjum sem fylgja hér.  Í haust munum við endurtaka þessa könnun.
 
Það er von okkar að þessi samantekt hjálpi okkur öllum til að standa vaktina og vera vakandi yfir þeirri ábyrgð sem við höfum tekið að okkur, annars vegar sem foreldrar og hins vegar sem starfsmenn skólans.
 
 
                                            Bestu kveðjur, 
                                            Svava og Jón Ingi
                                            skólastjórnendur Stóru-Vogaskóla

Svör foreldra

Svör starfsmanna Stóru-Vogaskóla

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School