150 ára afmæli
19. mars 2020

Samgangur barna eftir skólatíma

Samgangur barna eftir skólatíma

Fengið af vef Heimili og skóli

Við hjá Heimili og skóla fengum fyrirspurn frá foreldrafélagi um samgang barna eftir skólatíma á meðan á samkomubanni stendur. Við leituðum eftir upplýsingum hjá sóttvarnarlækni og fengum þessar leiðbeiningar:

Foreldrar eru hvattir til þess að takmarka samgang allra í fjölskyldunni við aðra utan fjölskyldunnar sem mest og hafa í huga að halda ákveðinni fjarlægð á milli einstaklinga ásamt hreinlætisaðgerðum. Þetta gildir hvort sem um er að ræða vini eða ættingja.

Foreldrar bera að sjálfsögðu ábyrgð á því hvernig þeir útfæra þessar grunnreglur um samskipti en í raun þýðir þetta að ekki er hvatt til þess að börn séu að hittast til að leika eða læra saman að óþörfu.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School