Samvera og söngur á sal
Á morgun gæti orðið mjög skemmtilegt í Tjarnarsal því þá er tvöfaldur samverutími. Klukkan 8 verður 9. bekkur með dagskrá fyrir unglingana og í seinni tímanum verður sameiginlegur söngur hjá yngsta- og miðstigi. Þar mun Húsbandið að mestu sjá um undirleik en nemendurnir munu sjá um sönginn.
Að venju eru allir velkomnir til að fylgjast með og í því sambandi gæti verið skemmtilegt að skoða Comeniusarhornið í aðalgangi skólans. Samverustundirnar á sal eru liður í því að auka færni nemenda til að koma fram og flytja bæði talað mál og söng en einnig er það markmiðið að efla góð samskipti meðal allra í skólanum. Í því sambandi er ekki úr vegi að minna á einkunnarorð skólans.