
Samverubingó

Nemendur Stóru-Vogaskóla tóku þátt í samverubingó í íþróttaviku Evrópu dagana 25. – 29. september síðastliðin. Þeir höfðu gaman af og var þátttaka mjög góð. Nemendur skólans áttu að framkvæma ýmsar samverustundir með fjölskyldumeðlimum og klára 8 verkefni.
Dregið var úr innsendum bingóspjöldum og fengu sigurvegarar 4 bíómiða í verðlaun.
Sigurvegari á yngsta stigi var Aníta Katrín Ægisdóttir í 2. bekk, á miðstigi var það Birgir Enok Arason í 7. bekk og á unglingastigi var Sylvía Sigurbjörg Gunnarsdóttir í 9. bekk
.