Samvinna Stóru-Vogaskóla og Myllubakkaskóla í Keflavík
Texíl- og smíðakennarar úr Myllybakkaskóla í Keflavík og Stóru-Vogaskóla hafa sett á stofn sameiginlegt verkefni sem hefur hlotið heitið Spinnum saman - höfum gaman. Nýlega hlaut verkefnið styrk frá Menningaráði Suðurnesja að upphæð kr. 300 þús. Verkefnið er hugsað sem samstarf milli Stóru-Vogaskóla og Myllubakkaskóla. Textilkennarar og smíðakennarar skólanna vinna verkefnið með nemendum skólanna.
Hugmyndin er að vinna 10 skúlptúra og vinna þá með aðferðum og efnum sem notuð eru í textíl og smíðum. Verkin verða unnin á vormánuðum n.k. Markmiðið er að opna augu nemenda fyrir því að hægt er að vinna listaverk úr textílefnum, ekki bara nytjahluti, auk þess að mynda tengsl milli skóla í sitt hvoru sveitafélaginu.
Skúlptúrarnir verða unnir úr ull, tré, járni, hör, plasti, gömlum ullarteppum sem klippt yrðu niður og ýmsum efnisafgöngum og er sú hugmynd er uppi að einhver verkanna verði sett upp í Keflavík og Vogum.
Um það bil 10 -15 nemendur úr hvorum skóla munu taka þátt í verkefninu og verða þeir valdir af kennurum úr hópi nemenda 3. – 8. bekkja.