Skákdagurinn 2018
Í dag, föstudaginn 26. janúar er Skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Teflt verður í skólum, vinnustöðum, heitum pottum, kaffihúsum, úti á sjó, dvalarheimilum og leikskólum og er Stóru-Vogaskóli þar ekki undanskilin, Hér má sjá 9 nemendur frá skólanum sem telfdu á móti Guðjóni Ólafssyni, og stóðu þeir sig með stakri prýði.
Skákdagurinn 2018 er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik verður 83ára á Skákdaginn sjálfan.
Hægt að nálgast fleiri myndir af viðburðinum hér