Skemmtileg árshátíð að baki
Árshátíð Stóru-Vogaskóla var haldin í gær og er óhætt að segja að þar hafi nemendur skólans staðið sig með miklum ágætum - allir með tölu. Skemmtiatriði voru fjölbreytt og eiga umsjónarkennarar og aðstoðarfólk þeirra hrós skilið fyrir góðan árangur með nemendur sína. Á myndasíðu skólans má sjá fjölmargar myndir frá hátíðinni sem endaði með því að Íþróttamaður Voga var krýndur og kom það í hlut júdómannsins Róberts Andra Unnarssonar.