21. nóvember 2008

Skemmtileg hátíð á Comeniusardegi

Undanfarin tvö ár hefur Stóru-Vogaskóli verið í samstarfi við skóla í Belgíu, Tékklandi, Englandi og Noregi um verkefnið The World Around Us þar sem áhersla er lögð á tungumálakennslu í gegnum umhverfið. Hluti af verkefninu er Comeníusardagur sem haldinn er einu sinni á ári og var nú haldinn föstudaginn 21. nóvember.

 Margt skemmtilegt var gert að þessu sinni, fánar málaðir, spilað  spil sem unnið hefur verið að sameiginlega í öllum skólunum, farið í  leiki, hlustað á tónlist, bækur lesnar auk þess sem  skoðuð myndbönd frá hinum skólunum í verkefninu. Það telst einnig til nýlundu að börnin fengu tækifæri til að tala við börn í belgíska skólanum og var þar notast við tölvuforritið Skype. Þá gátu nemendur fengið að smakka mat frá öllum löndunum,


Nemendur 1. - 4. bekkjar voru þátttakendur í Comeniusardeginum og margir komu að heiman með ýmsa hluti sem tengdust  samstarfslöndunum fimm.

Myndir frá þessum viðburði eru á myndasíðu skólans.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School