6. febrúar 2009

Skemmtileg íþróttahátíð

Íþróttahátíðin sem fram fór í gær var einstaklega skemmtileg og stóðu nemendur skólans sig með miklum ágætum bæði í almennum leikjum sem og í keppni við starfsmenn skólans. Hátíðin fór fram í samræmi við auglýsta dagskrá nema að drengir í unglingadeild mættu óvænt til leiks með fótboltalið. Að þessu sinni báru starfsmenn sigur úr býtum bæði í körfu og fótbolta svo það má búast við að nemendur leggist í stífar æfingar fram á vorið þegar íþróttadagur skólans verður haldinn. Nemendum er hér með þökkuð góð þátttaka og frábær framkoma á hátíðinni. Sjá myndir í myndasafninu.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School