18. desember 2009

Skemmtilegum litlujólum lokið

Það er búið að vera skemmtilegt og jólalegt í skólanum í dag. Hver bekkur hélt sín stofujól með umsjónarkennara þar sem lesnar voru sögur, skipst á jólakortum og gefnir smá jólagjafir. Síðan komu allir saman í Tjarnarsal þar sem nemendur gengu í kringum stórt og myndarlegt jólatré. Nú í ár höfðum við þann háttinn á að nemendur í 6.bekk dreifðu auglýsingabæklingi frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í öll hús í Vogunum. Í staðinn fengu nemendur Námsvers að fara í Heiðmörk og velja jólatré.

Nemendur stóðu sig með mikilli prýði við sönginn og greinilegt var að þau hafa æft og sungið jólalögin frá byrjun desember. Við fengum að sjálfsögðu jólasvein í heimsókn og allir fengu mandarínu.
 
Kæru foreldrar/forráðamenn og aðrir velunnarar.
 
Fyrir hönd starfsfólks Stóru-Vogaskóla óska ég ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegrar jólahátíðar og þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Hittumst á nýju ári.
 
Kær kveðja,
Svava Bogadóttir skólastjóri.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School