Skipulag föstudagsins 21.okt
Á morgun föstudag 21. október eru umsjónarkennarar skólans í vinnustyttingu og verður því öll kennsla á höndum annarra kennara skólans. Ekki verður unnið eftir hefðbundinni stundaskrá heldur á þremur stöðvum, í íþróttahúsi, í list- og verkgreinum og útikennslu.
. Mikilvægt er að allir komi klæddir eftir veðri.
. Nemendur þurfa ekki skólatöskur en poka með íþrótta- og sundfötum og með nesti og drykk, líka þeir sem eru í mjólkuráskrift.
. Nemendur á yngsta stigi mæta kl. 8:00 upp í íþróttahús, aðrir mæta í skóla.
. Frístund tekur við að loknum skóladegi og er hefðbundin.