29. maí 2009

Skipulag skólahalds 1. - 9. júní - VORDAGAR

Stóru-Vogaskóli kynnir hér skipulag skólastarfsins eftir hvítasunnuna en þá taka við svokallaðir VORDAGAR. Þar sem töluverður munur er á því sem nemendurnir taka sér fyrir hendur þá er hér birt nákvæmt yfirlit fyrir hvert aldursstig.

1. - 4. bekkur

5. - 7. bekkur

8. - 10. bekkur

Skipulag skólahalds 1. -9. júní
 
Mánudagur 1. júní Annar í hvítasunnu – frí í skólanum. 
 
Þriðjudagur 2. júní Starfsdagur kennara.Engin kennsla í skólanum. 
 
Miðvikudagur 3. júní Venjulegur kennsludagur.
Kennt samkvæmt stundaskrá. Íþróttir og sund eins og venjulega.
 
Vordagar
Fimmtudag,. föstudag og mánudag mæta nemendur í skólann klukkan 9:00. Mikilvægt er að þau séu klædd eftir veðri því farið verður út hvernig sem viðrar. Skóla lýkur með hádegismat milli 12:00 og 13:30. Nemendur þurfa að taka með sér venjulegt nesti. Gæsla er fyrir nemendur 1.-4. Bekkjar í skólanum frá 8:00 -9:00. Frístund er opin þessa daga eftir að skóla lýkur.
 
Fimmtudagur 4. júní Vordagur
Nemendur ganga af stað inn að Kálfatjarnarkirkju. Skólabíllinn kemur og keyrir þau að Kálfatjörn þar sem gengið verður upp að Staðarborg. .
 
Föstudagur 5. júní Vordagur
Nemendur ganga að Háabjalla þar sem þau leika sér í skóginum. Grillaðar verða pylsur í hádeginu.
 
Mánudagur 8. Júní
Sandkastalakeppni. Börnin koma með fötur og skóflur, í stígvélum og vel klædd til að vera í fjörunni. Börnin vinna að sandkastalagerð milli 9:00 -11:40 og á þeim tíma verður farið upp í kartöflugarð og settar niður kartöflur.
 
kl: 16:00 Lokahátíð skólans
Vorhátíð Stóru-Vogaskóla verður haldin þann 8. júní klukkan 16:00 og eitthvað frameftir degi. Hátíðin er skipulögð af foreldrafélagiskólans í góðu samstarfi við starfsmenn skólans.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og svala og ýmsa skemmtilega útileiki. Við hvetjum foreldra til að taka daginn frá og mæta á hátíðina með börnum sínum og fagna með þeim lokum skólaárs.
 
Þriðjudagur 9. Júní Skólaslit
Skólaslit verða hjá 1.-4.bekk klukkan 10:00
Þá koma börnin í betri fötunum sínum í Tjarnarsal. Haldnar eru ræður og veitt verðlaun fyrir námsárangur. Eftir ræðuhöldin fara börnin í stofuna sína og fá einkunnir, síðan kveðjast allir og halda út í sumarið.
 
Gæsla verður í Frístund frá 8:00-17:00.
 
Kveðja frá umsjónakennara:
 
Skipulag skólahalds 1. -9. júní


 
Mánudagur 1. júní Annar í hvítasunnu – frí í skólanum. 
 
Þriðjudagur 2. júní Starfsdagur kennara. Engin kennsla í skólanum. 
 
Miðvikudagur 3. júní Venjulegur kennsludagur. Kennt samkvæmt stundaskrá. 
 
Vordagar
Fimmtudag,. föstudag og mánudag mæta nemendur í skólann klukkan 9:00. Mikilvægt er að þeir séu klæddir eftir veðri því farið verður út hvernig sem viðrar. Skóla lýkur með hádegismat milli 12:00 og 13:30. Nemendur taka með sér venjulegt nesti þessa daga.
 
Fimmtudagur 4. júní Vordagur
Nemendur ganga upp að Háabjalla þar sem þau gróðursetja tré. Lagt er af stað frá Stóru-Vogaskóla klukkan 9:00. Hádegismatur verður í skólanum 12:30.
 
Föstudagur 5. júní Vordagur
Nemendur fara með rútu klukkan 9:15 frá skólanum. Farið verður í fjölskyldu og húsdýragarðinn. Nemendur mega koma með peninga til að kaupa sér miða í tækin, það er þó engin nauðsyn því mörg tæki í garðinum eru gjaldfrjáls. Í garðinum verða grillaðar pylsur í hádeginu. Nemendur koma aftur í skólann 13:30.
 
Mánudagur 8. Júní
Keppni í hreysti
Dagskrá frá kl. 9:00 – 12:00. Keppni verður á milli nemenda i 5.-7. bekk og eiga allir að taka þátt í henni. Gott er að nemendur komi í vettlingum, hönskum eða grifflum, en það er ekki ætlast til að foreldrar kaupi slíkt fyrir þennan dag.
 
Nemendur hafi með sér úlpu og peysu og komi í skóuð eftir veðri. Ekki spillir fyrir að koma í fatnaði sem hentar til íþróttaiðkana.
 
kl: 16:00 Lokahátíð skólans
Vorhátíð Stóru-Vogaskóla verður haldin þann 8. júní klukkan 16:00 og eitthvað frameftir degi. Hátíðin er skipulögð af foreldrafélagiskólans í góðu samstarfi við starfsmenn skólans.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og svala og ýmsa skemmtilega útileiki. Við hvetjum foreldra til að taka daginn frá og mæta á hátíðina með börnum sínum og fagna með þeim lokum skólaárs.
 
Þriðjudagur 9. Júní Skólaslit
Skólaslit verða hjá 5.-7. Bekk klukkan 11:00
Þá koma börnin í betri fötunum sínum í Tjarnarsal. Haldnar eru ræður og veitt verðlaun fyrir námsárangur. Eftir ræðuhöldin fara börnin í stofuna sína og fá einkunnir, síðan kveðjast allir og halda út í sumarið.
 
Kveðja frá umsjónakennara:
 

Skipulag skólahalds 1. -9. júní
Mánudagur 1. júní Annar í hvítasunnu – frí í skólanum. 
Þriðjudagur 2. júní Starfsdagur kennara. Engin kennsla í skólanum. 
Miðvikudagur 3. júní Venjulegur kennsludagur. Kennt samkvæmt stundaskrá. 
 
Vordagar
Fimmtudag og föstudag mæta nemendur í 8.-10. bekk í skólann klukkan 9:00. Mikilvægt er að þeir séu klæddir eftir veðri því farið verður út hvernig sem viðrar.  Skóla lýkur með hádegismat milli 12:00 og 13:30  Nemendur taka með sér venjulegt nesti þessa daga. Mánudaginn 8.júní mæta nemendur kl.9:30 vegna Vorferðar.
 
Fimmtudagur 4. júní Vordagur
Óvissuferð 8. – 10. bekkja : Nemendur mæti kl. 9:00 en rútan leggur af stað kl. 9:15 og komið til baka í hádegismat kl. 12:30, ef veður leyfir verða grillaðar pylsur í ferðinni.
 
Ferð nemenda í 10. Bekk (9 nemendur) í Varmahlíð: Lagt af stað í Varmahlíð í Skagafirði og komið  aftur til baka föstudaginn 5. Júní u.þ.b. kl. 20:00.
 
Föstudagur 5. júní Vordagur
Keppni í hreysti 8.-10. bekkja: Dagskrá frá kl. 9:00-12:00. Keppni verður á milli nemenda í 8.-10. bekk og eiga allir að taka þátt í henni. Gott er að nemendur komi með vettlinga, hanska eða grifflur  vegna hreystibrautarinnar en ekki er ætlast til þess að foreldrar kaupi slíkt fyrir þennan dag.
 
Nemendur hafi með sér yfirhafnir sem hæfa veðrinu og komi skóuð eftir veðri. Ekki spillir fyrir að koma í fatnaði sem hentar til íþróttaiðkana.
 
Mánudagur 8. Júní
Vorferð 8.-10. Bekkja: Kl.10:00 er lagt af stað í LazerTag sem fer fram í Skemmtigarðinum í Grafarholti. Þar verður farið í 2 klst. LazerTag leik úti í náttúrunni. Kl. 13:00 koma pizzur á staðinn og þær verða snæddar inni í risatjaldi á staðnum. Áætluð heimkoma er kl. 15:00. Nemendur hafi með sér yfirhafnir sem hæfa veðrinu og komi skóuð eftir veðri
 
Vorhátíð Stóru-Vogaskóla  verður haldin þann 8. júní klukkan 16:00 og eitthvað frameftir degi. Hátíðin er skipulögð af foreldrafélagiskólans í góðu samstarfi við starfsmenn skólans. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og svala og ýmsa skemmtilega útileiki. Við hvetjum foreldra til að taka daginn frá og mæta á hátíðina með börnum sínum og fagna með þeim lokum skólaárs.
 
Þriðjudagur 9. Júní Skólaslit og útskrift nemenda
Skólaslit verða hjá 8. – 10.bekk klukkan 13:00. Þá koma nemendur í betri fötunum sínum í Tjarnarsal. Haldnar eru ræður og veitt verðlaun fyrir námsárangur.  Útskrift nemenda í 10. Bekk fer fram á þessum tíma og nemendur í 10. Bekk gefst færi á að kveðja kennara sína og starfsfólk.
 
 
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School