20. nóvember 2020

Skipulag skólastarfs 23. nóv - 18.des

Kæru foreldrar/forráðamenn

 

Skipulag skólastarfs 23. nóv. – 18. des. út frá nýrri reglugerð.

  • Í næstu viku mun kennsla í -7. bekk verða samkvæmt stundatöflu, þ.m.t. íþróttir, sund og verk- og listgreinar og að sjálfsögðu ljúffengur hádegismatur. Allir muni eftir íþrótta- og sundfötum.
  • Unglingastigið verður áfram við sömu takmarkanir og verið hefur. Þar verða engar breytingar. Kennsla 8:00-11:00, 2m reglan og grímuskylda.
  • Áfram þurfum við að gæta mjög vel að þrifum og persónulegum sóttvörnum. ÞAÐ ER MJÖG MIKILVÆGT.
  • Reynt verður að sinna hefðbundinni sérkennslu eins og hægt er miðað við þau höft sem eru í gildi.

Önnur mál

  • Við minnum á skipulagsdag næsta miðvikudag 25. nóv. Þá er enginn skóli né Frístund.
  • Minnum á að nemendur komi klædd eftir veðri, með vettlinga og húfur.
  • Varðandi starfsmannamál er Valgerður Guðlaugsdóttir myndmenntakennari komin í veikindaleyfi. Aníta Ósk Drzymkowska hefur verið ráðin til starfa og mun leysa Valgerði af út skólaárið. Einnig hefur verið ráðinn forfallakennari við skólann, Sædís María Drzymkowska.

 

Kveðja,

Skólastjórnendur.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School