29. maí 2012

Skipulag vordaga

Kæru foreldrar/forráðamenn
 
Nú fer að líða að lokum skólaársins og síðustu skóladagarnir framundan. Við verðum að vanda mikið útivið og því er mikilvægt að nemendur komi vel klæddir eftir veðri og hafi einnig með sér lítinn bakpoka(sundpoka) svo þeir geti borið með sér drykki á ferðum sínum. Vordagarnir eru skertir nemendadagar og verður dagskráin frá kl. 9:00 til 12:00. Það er mikilvægt að nemendur borði vel áður en þeir koma í skólann þar sem ekki er gert ráð fyrir nestistíma þessa daga. Nemendur verða þó að hafa með sér drykki (safa eða vatn í flösku) svo þeir hafi eitthvað að drekka á ferðum sínum og með hádegismatnum þegar grillað er úti.
 
Dagskrá síðustu daganna verður sem hér segir:
 
Þriðjudagur 29. maí:   Skipulagsdagur starfsmanna - engin kennsla
 
Miðvikudagur 30. maí: 
1.-9.bekkur:                       Venjulegur skóladagur - Skólahlaup
10.bekkur:                          Ferðalag um Suðurland - bréf með nánari upplýsingum sent fljótlega
 
Fimmtudagur 31.maí:   (Skertur dagur). 
1.-4. bekkur:      Nemendur mæta kl. 9:00.Nemendur sá grasfræjum á Stapa. Á heimleiðinni verður komið við í fjörunni. Nemendur koma til baka í skólann til að borða hádegismat og fara svo heim. Nemendur sem eru í Frístund fara þangað að hádegismat loknum.
 
5.-7.bekkur         Nemendur mæta kl. 9:00. Farið verður í gróðursetningu á Háabjalla. Nemendur koma til baka í skólann til að borða hádegismat og fara svo heim.
 
8.-9.bekkur         Nemendur mæta kl 9:30. Farið til Reykjavíkur í Lasertak og sund. Nemendur fá pizzu í ferðinni og borða því ekki hádegismat í skólanum.
10.bekkur:          Á ferðalagi um Suðurland.
 
Föstudagur 1.júní:           Úti stöðvar - leikir, fjölbreytni, ratleikir, íþróttastöðvar (Skertur dagur)
                                Allir nemendur fara heim að grilli loknu.
1.-4. bekkur:      Nemendur mæta kl. 9:00. Farið í ýmsa fjölbreytta leiki. Pulsugrill í Aragerði.
 
5.-7.bekkur         Nemendur mæta kl. 9:00. Farið verður í ratleiki/leiki og fatasund. Pulsugrill í Aragerði.
 
8.-9.bekkur         Nemendur mæta kl. 9:00. Skólympíuleikar. Fjölbreytt íþróttadagskrá í boði. Pulsugrill í Aragerði.
 
Föstudagur 1. júní:  Skólaslit:              1.-7.bekkur kl. 15:00
                                                                    8.-10.bekkur kl. 16:00    
                                                                                                               
Bestu kveðjur. Starfsfólk Stóru-Vogaskóla
 
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School