Skoðunarferð Comeniusgesta
Sunnudaginn 5. september var gestum sem eru hjá skólanum vegna Comeniusfundar boðið í skoðunarferð og var farið hinn ,,Gullna hring". Ferðin var hin skemmtilegasta enda var hið fegursta haustveður. Fararstjóri og leiðsögumaður var Marc Portal enda er hann þaulvanur sem slíkur. Aðrið frá skólanum voru Kristín, Hannes og Helgi. Myndir frá skoðunarferðinni má sjá hér.
Myndin hér að neðan var tekin við Kirkjuna á Þingvöllum.