23. mars 2017

Skólahreysti - undankeppnin

Í gær fór fram keppni í Skólahreysti, það voru 17 skólar á Suðurnesjum og Hafnarfirði sem kepptu. 

Keppendurnir okkar eru kakkar sem eru í valáfanga í Skólahreysti fyrir 8.-10.bekk og er það Guðmundur íþróttakennari sem kennir og þjálfar. Þar er ekkert verið að hanga við hlutina og er æft bæði á skólatíma og utan, jafnvel í fríum!!!

 

Á síðasta skólaári lenti Stóru-Vogaskóli í 2.sæti í keppninni hér, Holtaskóli í því fyrsta, en stigafjöldi liðanna sem lenda í öðru sæti ræður því hvort þau fá að taka þátt í úrslitakeppninni sem fer fram í Laugardalshöll eftir nokkrar vikur.

Í fyrra náði okkar skóli í úrslitakeppnina og gerði sér lítið fyrir og lenti í þriðja sæti í lokakeppninni.

 

Úrslitin í gær urðu þau að Holtaskóli lenti í 1.sæti og STÓRU-VOGASKÓLI í 2.sæti, aftur.

Frábær árangur hjá okkar skóla og erum við  afskaplega stolt af.  Í svona keppni hefur hvatningarlið mikið að segja, því kynntumst við í fyrra og í gær fóru nemendur með rútu og var mikil spenna og gleði í hópnum. Það mættu m.a.s. nokkrir nemendur sem útskrifuðust í fyrra.

Nú bíðum við spennt eftir fréttum af því hvort við náum í lokakeppnina.

 Hekla Sól, Alexander Scott, Rut, Jón Gestur, Róbert Andri, Thelma Mist og Daníel Örn.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School