7. mars 2016

Skólahreysti

Nemendur á unglingastigi hafa átt kost á vali í Skólahreysti í vetur eins og oft áður. Guðmundur íþróttakennari þjálfar þau. Fjögur þeirra tóku síðan þátt í keppni á fimmtudag en 15 skólar frá Hafnarfirði og Suðurnesjum tóku þátt. OKKAR LIÐ LENTI Í ÖÐRU SÆTI! Þau hafa aldrei áður náð svona langt svo fögnuðurinn var mikill. Í svona keppni er mikilvægt að hafa stuðningsmenn svo hópur nemenda fór með rútu til Kaflavíkur en þar fór keppnin fram. Það er keppt á 10 svæðum og 31.mars kemur síðan í ljós hvort þau fara í lokakeppni en tvö af þeim liðum sem lenda í öðru sæti komast þangað. 
Hér ríkir því mikill fögnuður.

Jón Gestur, Gunnlaugur, Eydís, Helena, Nikki og Rut

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School