7. apríl 2014

Skólahreysti 2014

Undankeppni Skólahreysti var haldin í Kórnum miðvikudaginn 26. mars. Lið Stóru-Vogaskóla var skipað þeim Matthíasi Kristjánssyni úr 10. bekk sem tók þátt í upphýfingum og dýfum, Ragnheiði Röskvu Teitsdóttur úr 10. bekk sem tók þátt í hraðabrautinni, Berglindi Ólafsdóttur í 9. bekk sem tók þátt í hreistigreip og armbeyjum og Gunnlaugi Atla Kristinssyni í 8. bekk sem tók þátt í hraðabrautinni. Varamenn í liðinu voru Gunnlaugur Sigurður Valtýsson 10. bekk og Andrea Dísa Kristinsdóttir í 8. bekk.

Liðið okkar stóð sig mjög vel og lenti í 12. sæti. Myndir frá keppninni má sjá í myndasafni skólans. Við óskum keppnisliði Stóru-Vogaskóla til hamingju með góðan árangur.

Hér má sjá úrslitin, riðill 6

 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School