5. mars 2021

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppnarinnar

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppnarinnar

Í dag fór fram Stóra upplestrarkeppi 7.bekkjar en keppnin hefur verið haldin undanfarin 25 ár. Hún er haldin á hverju ári  og hefst alltaf á degi íslenskrar tungu 16.nóvember. 7.bekkur hefur verið duglegur við að æfa sig í lestrinum og lásu þau valda kafla úr bókinni Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson. Einnig lásu þau öll eitt ljóð eftir Jón Jónsson úr Vör. 3 nemendur voru valdir til þess að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem fer fram 18.mars í Sandgerðisskóla. Jón Hilmar Baldvinsson, Gabríel Veigar Reynisson og Emelía Rós Símonardóttir.

Við óskum þeim til hamingju með flottan árangur og óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni.

Hér má sjá sigurvegarana þrjá ásamt dómnefnd.

 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School