27. febrúar 2017

Skólakeppni Stóru-upplestrarkeppninnar

 


Skólakeppni Stóru-upplestrarkeppninnar var haldin föstudaginn 24.febrúar síðastliðinn. Þar komu fram nemendur 7. bekkjar og lásu upp fyrir foreldra og yngri nemendur. Nemendur 7.bekkjar hafa æft upplestur frá því í október og var upplesturinn á föstudaginn liður í þeirri þjálfun. Allir nemendur hafa tekið miklum framförum á þessum stutta tíma. Eftirfarandi nemendur voru valdir til að taka þátt fyrir hönd skólans í Lokahátíð keppninnar sem fram fer í Grindavík 30.mars næstkomandi. Þeir eru: Eva Lilja Bjarnadóttir, Hákon Snær Þórisson, Jirachaya Janphaijit og Sveinn Örn Magnússon. Þá munu þeir Dominique Lyle Rosento Baring og Filip Lech Pétur Tómasson æfa með liðinu og vera til taks eftir atvikum.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School